30.10.2012 | 17:16
Of Monsters and Men
Of Monsters and Men er íslensk hljómsveit sem spilar þjóðlagapopp. Árið 2010 vann bandið Músiktilraunir, sem er árleg keppni hljómsveita á Íslandi. Meðlimir hljómsveitarinnar koma úr Keflavík og Garðabæ eru: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir (söngur/gítar), Ragnar „Raggi“ Þórhallsson (söngur/gítar), Brynjar Leifsson (gítar), Arnar Rósenkranz Hilmarsson (trommur), Árni Guðjónsson (píanó/harmonika), Páll Kristjánsson (bassi). Hljómsveitin byrjaði 13. mars 2012 í Norður-Ameríku túr og var uppselt á alla 20 tónleika þeirra þar. Hljómsveitin tók stutt stopp í apríl en byrjaði aftur að túra 23. apríl í Evrópu og fara svo aftur til Bandaríkjanna 5. maí þar sem hljómsveitin er með bókanir um sumarið.
Saga hljómsveitarinnar
Hljómsveitin var byggð upp úr mismunandi sóló verkefnum, upphafið var þegar Nanna Bryndís ákvað að bæta Songbird við sitt sóló verkefni. Hljómsveitin spilaði í Músíktilraunum með fjóra meðlimi; Nönnu Bryndísi, Ragga, Brynjari og Arnari. Eftir smá tíma bættu þau við Árna og Kristjáni og byrjuðu að spila á tónleikum og vinna að nýjum lögum. Að spila á Icelandic airwavesvar hluti af verðlaunum frá Músíktilraunum og það var þar sem bandaríska útvarpsstöðin frá Seattle tók upp lagið Little Talks frá stofutónleikum Of Monsters and Men.
My Head Is An Animal
My Head Is An Animal er fyrsta plata bandsins og kom hún út í september 2011 á Íslandi undir plötufyrirtækinu Record Record og í apríl 2012 í Bandaríkjunum undir Universal. Platan hefur farið í gullsölu á Íslandi og fékk hljómsveitin gullplöturnar afhentar um jólin 2011. Platan fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans og seldi hljómsveitin 55 þúsund eintök í fyrstu viku í sölu í Bandaríkjunum. Engin íslensk hljómsveit hefur náð þeim árangri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2012 | 16:07
Byggingar í Reykjavík
Norræna húsið
Finnski arkitektinn Alvar Aalto hannaði bygginguna, sem er eina byggingin á Íslandi sem hann hefur hannað. Húsið var fullbygt árið 1968 og opnað almenningi 24. ágúst sama ár. Í húsinu má finna bókasafn, sali sem eru leigðir fyrir ráðstefnur og fundi, og veitingastaðinn Dill. Margir menningarviðburðir fara fram, eða eru studdir af Norræna húsinu svo sem Kvikmyndahátíð í Reykjavík, Bókmenntahátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves og Listahátíð Reykjavíkur.
Harpa
Harpa stendur á austurbakka Reykjavíkurhafnar. Hún er hönnuð af Teiknistofu Hennings Larsens, og glerhjúpurinn sem umlykur hana er hönnuð af Ólafi Elíassyni. Harpa var opnuð þann 4. maí 2011.
Hallgrímskirkja
Hallgrímskirkja er stærsta kirkja á Íslandi, 74,5 metrar á hæð. Það tók 38 ár að byggja hana. Hún var nefnd eftir Hallgrími Péturssyni höfundi Passíusálmanna. Orgelið í Hallgrímskirkju er risavaxið. Það er 15 metrar á hæð og 25 tonn að þyngd. Fyrir framan Hallgrímskirkju er stytta af Leifi Heppna, en hún var gjöf frá Bandaríkjamönnum í tilefni þúsund ára afmæli alþingis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2012 | 11:56
Íþróttamenn úr Reykjavík
Annie mist vann heimsmeistaramót í Cross Fit kvenna annað árið í röð og er fyrsta kona heims til þess að ná þeim árangri. Með því fylgir titillin sem hraustasta kona heims. Annie Mist byrjaði mótið rólega en kleif hratt upp stigalistann og var svo gott sem búin að tryggja sér sigurinn fyrir síðustu greinina.
Hún fékk 1062 stig í fyrsta sæti. Stúlkan í öðru sæti fékk 977 stig og bronsverðlaunahafinn fékk 973.
Albert Guðmundsson var fyrsti atvinnumaður Íslands og lék í Skotlandi, Englandi, Frakklandi og Ítalíu í tíu keppnistímabil, frá 1946 til 1955. Hann var í fyrsta landsliði Íslands og var fyrirliði þess í öðrum landsleik Íslands, 4-2 tapleik gegn Norðmönnum. Albert skoraði bæði mörk Íslands sem voru fyrstu mörk liðsins frá upphafi. Hann naut mikillar hylli í Frakklandi þar sem hann var kallaður „Hvíta perlan". Hann var fjórfaldur Íslandsmeistari með Val, frá 1942 til 1945. Árið 1962 lék hann öldungaleik ásamt öðrum gömlum stjörnum með AC Milan og skoraði mark liðsins í 2-1 tapi fyrir grannaliði Inter.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2012 | 11:46
Saga í stuttu máli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2012 | 11:43
Rithöfundar frá Reykjavík
Halldór Kiljan Laxness fæddist í Reykjavík árið 1902 og var skírður Halldór Guðjónsson. Hann flutti síðan 1905 með fjölskyldu sinni til Laxness nálægt Mosfellsbæ. Foreldrar hans voru Guðjón Helgason og Sigríður Halldórsdóttir. Hann skrifaði rúmlega 45 skrifleg verk þar á meðal Íslandsklukkuna, Sjálfstætt fólk, Börn náttúrunnar og Vefarinn mikli frá Kasmír. Halldór Laxness hlaut nóbelsverðlaunin árið 1955 fyrir litríkan skáldskap sem endurnýjað hefði íslenska frásagnarlist. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur hlotið þau verðlaun. Hann dó 8.febrúar 1998, 95 ára að aldri. Verk hans eru mikils metin víða um heim og hafa verið þýdd yfir á mörg tungumál.
Arnaldur Indriðason fæddist í Reykjavík árið 1961. Hann vann sem kvikmyndagagnrýnandi fyrir Morgunblaðið frá 1986 til 2001. Hann hefur skrifað tólf bækur um rannsóknarlögreglumanninn Erlend, og að auki þrjár aðrar bækur. Bækurnar hans hafa verið þýddar á rúmlega 20 tungumál og gefnar út í 26 löndum. Hann hlaut verðlaun fyrir bestu glæpasögur norðurlandanna tvö ár í röð árin 2002 og 2003.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)