Rithöfundar frá Reykjavík


Halldór Kiljan Laxness fæddist í Reykjavík árið 1902 og var skírður Halldór Guðjónsson. Hann flutti síðan 1905 með fjölskyldu sinni til Laxness nálægt Mosfellsbæ. Foreldrar hans voru Guðjón Helgason og Sigríður Halldórsdóttir. Hann skrifaði rúmlega 45 skrifleg verk þar á meðal Íslandsklukkuna, Sjálfstætt fólk, Börn náttúrunnar og Vefarinn mikli frá Kasmír. Halldór Laxness hlaut nóbelsverðlaunin árið 1955 fyrir litríkan skáldskap sem endurnýjað hefði íslenska frásagnarlist. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur hlotið þau verðlaun. Hann dó 8.febrúar 1998, 95 ára að aldri. Verk hans eru mikils metin víða um heim og hafa verið þýdd yfir á mörg tungumál.

Arnaldur Indriðason fæddist í Reykjavík árið 1961. Hann vann sem kvikmyndagagnrýnandi fyrir Morgunblaðið frá 1986 til 2001. Hann hefur skrifað tólf bækur um rannsóknarlögreglumanninn Erlend, og að auki þrjár aðrar bækur. Bækurnar hans hafa verið þýddar á rúmlega 20 tungumál og gefnar út í 26 löndum. Hann hlaut verðlaun fyrir bestu glæpasögur norðurlandanna tvö ár í röð árin 2002 og 2003.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband