Íþróttamenn úr Reykjavík

Annie mist vann heimsmeistaramót í Cross Fit kvenna annað árið í röð og er fyrsta kona heims til þess að ná þeim árangri. Með því fylgir titillin sem hraustasta kona heims. Annie Mist byrjaði mótið rólega en kleif hratt upp stigalistann og var svo gott sem búin að tryggja sér sigurinn fyrir síðustu greinina.
Hún fékk 1062 stig í fyrsta sæti. Stúlkan í öðru sæti fékk 977 stig og bronsverðlaunahafinn fékk 973.

Albert Guðmundsson var fyrsti atvinnumaður Íslands og lék í Skotlandi, Englandi, Frakklandi og Ítalíu í tíu keppnistímabil, frá 1946 til 1955. Hann var í fyrsta landsliði Íslands og var fyrirliði þess í öðrum landsleik Íslands, 4-2 tapleik gegn Norðmönnum. Albert skoraði bæði mörk Íslands sem voru fyrstu mörk liðsins frá upphafi. Hann naut mikillar hylli í Frakklandi þar sem hann var kallaður „Hvíta perlan". Hann var fjórfaldur Íslandsmeistari með Val, frá 1942 til 1945. Árið 1962 lék hann öldungaleik ásamt öðrum gömlum stjörnum með AC Milan og skoraði mark liðsins í 2-1 tapi fyrir grannaliði Inter.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband