Byggingar í Reykjavík

Norræna húsið

Finnski arkitektinn Alvar Aalto hannaði bygginguna, sem er eina byggingin á Íslandi sem hann hefur hannað. Húsið var fullbygt árið 1968 og opnað almenningi 24. ágúst sama ár. Í húsinu má finna bókasafn, sali sem eru leigðir fyrir ráðstefnur og fundi, og veitingastaðinn Dill. Margir menningarviðburðir fara fram, eða eru studdir af Norræna húsinu svo sem Kvikmyndahátíð í Reykjavík, Bókmenntahátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves og Listahátíð Reykjavíkur.

Harpa

Harpa stendur á austurbakka Reykjavíkurhafnar. Hún er hönnuð af Teiknistofu Hennings Larsens, og glerhjúpurinn sem umlykur hana er hönnuð af Ólafi Elíassyni. Harpa var opnuð þann 4. maí 2011.

Hallgrímskirkja

Hallgrímskirkja er stærsta kirkja á Íslandi, 74,5 metrar á hæð. Það tók 38 ár að byggja hana. Hún var nefnd eftir Hallgrími Péturssyni höfundi Passíusálmanna. Orgelið í Hallgrímskirkju er risavaxið. Það er 15 metrar á hæð og 25 tonn að þyngd. Fyrir framan Hallgrímskirkju er stytta af Leifi Heppna, en hún var gjöf frá Bandaríkjamönnum í tilefni þúsund ára afmæli alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband