30.10.2012 | 17:16
Of Monsters and Men
Of Monsters and Men er íslensk hljómsveit sem spilar þjóðlagapopp. Árið 2010 vann bandið Músiktilraunir, sem er árleg keppni hljómsveita á Íslandi. Meðlimir hljómsveitarinnar koma úr Keflavík og Garðabæ eru: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir (söngur/gítar), Ragnar „Raggi“ Þórhallsson (söngur/gítar), Brynjar Leifsson (gítar), Arnar Rósenkranz Hilmarsson (trommur), Árni Guðjónsson (píanó/harmonika), Páll Kristjánsson (bassi). Hljómsveitin byrjaði 13. mars 2012 í Norður-Ameríku túr og var uppselt á alla 20 tónleika þeirra þar. Hljómsveitin tók stutt stopp í apríl en byrjaði aftur að túra 23. apríl í Evrópu og fara svo aftur til Bandaríkjanna 5. maí þar sem hljómsveitin er með bókanir um sumarið.
Saga hljómsveitarinnar
Hljómsveitin var byggð upp úr mismunandi sóló verkefnum, upphafið var þegar Nanna Bryndís ákvað að bæta Songbird við sitt sóló verkefni. Hljómsveitin spilaði í Músíktilraunum með fjóra meðlimi; Nönnu Bryndísi, Ragga, Brynjari og Arnari. Eftir smá tíma bættu þau við Árna og Kristjáni og byrjuðu að spila á tónleikum og vinna að nýjum lögum. Að spila á Icelandic airwavesvar hluti af verðlaunum frá Músíktilraunum og það var þar sem bandaríska útvarpsstöðin frá Seattle tók upp lagið Little Talks frá stofutónleikum Of Monsters and Men.
My Head Is An Animal
My Head Is An Animal er fyrsta plata bandsins og kom hún út í september 2011 á Íslandi undir plötufyrirtækinu Record Record og í apríl 2012 í Bandaríkjunum undir Universal. Platan hefur farið í gullsölu á Íslandi og fékk hljómsveitin gullplöturnar afhentar um jólin 2011. Platan fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans og seldi hljómsveitin 55 þúsund eintök í fyrstu viku í sölu í Bandaríkjunum. Engin íslensk hljómsveit hefur náð þeim árangri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning